Forréttindakrónan og hin Hanna Katrín Friðriksson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju?
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar