Handabönd, faðmlög og bros eftir margra vikna vinnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, féllust í faðma í Ráðherrabústaðnum að lokinni kynningu. Vísir/Vilhelm Skrifað var undir nýja kjarasamninga vinnumarkaðarins við atvinnurekendur með aðkomu stjórnvalda í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Óhætt er að segja að undirritun samninga hafi dregist á langinn en upphaflega stóð til að skrifa undir um kaffileytið. Undirritun hófst hins vegar ekki fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fulltrúar verkalýðsfélaganna, atvinnurekenda og stjórnvalda kynntu svo Lífskjarasamning 2019-2022 á fundi í Ráðherrabústaðnum á tólfta tímanum. Bros var komið á mörg andlit, endurtekið var grínast með það hversu þaulæfð kynningin var og svo var ballið búið, eða í bili. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, stóð vaktina fram yfir miðnætti og myndaði atburðarásina í Borgartúni og Tjarnargötu í gærkvöldi.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, teygir sig í eintak af samningnum sem undirritaður var í gær í Borgartúni. Þröngt var á þingi.Vísir/VilhelmBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur. Vísir/VilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skilja sáttir í Borgartúninu eftir margra vikna karp.Vísir/VilhelmMikið hefur mætt á Halldóri Benjamín undanfarna mánuði. Það hefur þó komið skýrt fram hve vel hann er lesinn enda hefur hann átt nokkur gullkorn í viðtölum þar sem vísað er til Forn-Grikkja svo eitthvað sé nefnt.Vísir/vilhelmÖll dýrin í skóginum orðnir vinir. Halldór Benjamín, Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmLeiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum..Vísir/VilhelmÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær Katrínu til að brosa sínu breiðasta.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðir við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í Ráðherrabústaðnum. Hann var ánægður með dagsverkið eins og fleiri.Vísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skrifað var undir nýja kjarasamninga vinnumarkaðarins við atvinnurekendur með aðkomu stjórnvalda í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Óhætt er að segja að undirritun samninga hafi dregist á langinn en upphaflega stóð til að skrifa undir um kaffileytið. Undirritun hófst hins vegar ekki fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fulltrúar verkalýðsfélaganna, atvinnurekenda og stjórnvalda kynntu svo Lífskjarasamning 2019-2022 á fundi í Ráðherrabústaðnum á tólfta tímanum. Bros var komið á mörg andlit, endurtekið var grínast með það hversu þaulæfð kynningin var og svo var ballið búið, eða í bili. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, stóð vaktina fram yfir miðnætti og myndaði atburðarásina í Borgartúni og Tjarnargötu í gærkvöldi.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, teygir sig í eintak af samningnum sem undirritaður var í gær í Borgartúni. Þröngt var á þingi.Vísir/VilhelmBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur. Vísir/VilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skilja sáttir í Borgartúninu eftir margra vikna karp.Vísir/VilhelmMikið hefur mætt á Halldóri Benjamín undanfarna mánuði. Það hefur þó komið skýrt fram hve vel hann er lesinn enda hefur hann átt nokkur gullkorn í viðtölum þar sem vísað er til Forn-Grikkja svo eitthvað sé nefnt.Vísir/vilhelmÖll dýrin í skóginum orðnir vinir. Halldór Benjamín, Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmLeiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum..Vísir/VilhelmÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær Katrínu til að brosa sínu breiðasta.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðir við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í Ráðherrabústaðnum. Hann var ánægður með dagsverkið eins og fleiri.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira