Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:48 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Fbl/Anton Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Viðræðuheimildir um styttingu vinnuvikunnar séu engin sérstök tímamót fyrir almennt verkafólk. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir aftur á móti að þetta séu mestu breytingar í tæpa hálfa öld. Um sé að ræða valkvæða heimild í kjarasamningi sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Viðar segir að í nýjum kjarasamningi sé að finna einungis minniháttar breytingar varðandi styttingu vinnuvikunnar. Þannig feli samningurinn í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði afnumdir að hluta eða í heild.Í kjarasamningunum frá 2015 er viðræðuheimild um styttingu vinnuvikunnar.Þetta sé sambærilegt heimildinni sem sé að finna í kjarasamningunum frá maí 2015 í kafla 5 þar sem fjallað er um viðræðuheimild um styttri vinnutíma með sömu framleiðslu. „Það eina sem verið er að gera núna varðandi vinnutímabreytingar er að rýmka aðeins tilgreindar heimildir innan þessa 5. kafla,“ segir Viðar. Þannig sé verið að bjóða upp á að fórna launuðum kaffitímum gegn styttingu vinnuvikunnar auk lítilsháttar raunstyttingu. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki.Stytting vinnuvikunnar mikilvægt baráttumál Viðar segir að vinnumarkaðurinn sé heilt yfir kominn mjög skammt á veg í styttingu vinnuvikunnar. Það sé aðkallandi mál að stytta vinnutímann hjá fólki sem vinnur of mikið og býr af þeim sökum við heilsufarsvandamál. „Á sama tíma erum við líka að takast á við það að það er auðvitað bara mjög mikill vinnukúltúr á Íslandi. Láglaunafólk á Íslandi hefur þurft að venjast því og laga sig að því að leiðin til að geta lifað af launum sínum er að vinna ofboðslega mikið og vinna ofboðslega langan vinnudag; mikil yfirvinna og vaktavinna eins og við sjáum í okkar launakönnunum. Það er ákveðin hugarfarsleg barátta að koma því til skila að þegar maður talar um styttingu vinnutímans að þá sé maður að tala um að þú haldir þínum launum.“ Viðar segir að stytting vinnutímans sé sannarlega baráttumál sem þurfti að taka lengra. „Þetta snýst um það að fólk er að ofkeyra sig og gengur á getu líkamans til að endurnýja sig. Svo er fólk að klóra sér í kollinum yfir kulnun í starfi og stoðkerfisvandamálum. Mér finnst það nú ekki vera mikil ráðgáta,“ segir Viðar. Ásættanleg niðurstaða í þessari lotu baráttunnar Viðar segir hina nýju kjarasamninga vera ásættanlega niðurstöðu. „Við náum þarna tæplega ¾ af þeirri krónutöluhækkun sem við vildum sjá á lægstu laun og yfir að vísu aðeins lengra tímabil. Því til viðbótar fáum við auðvitað góða skattalækkun sem um munar og við erum með þessi ákvæði um hagvaxtartengdar launauppbætur sem gætu líklega orðið verulegar og skipt máli. Á heildina litið þá föllumst við á þetta sem ásættanlega niðurstöðu í þessari lotu baráttunnar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Viðræðuheimildir um styttingu vinnuvikunnar séu engin sérstök tímamót fyrir almennt verkafólk. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir aftur á móti að þetta séu mestu breytingar í tæpa hálfa öld. Um sé að ræða valkvæða heimild í kjarasamningi sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Viðar segir að í nýjum kjarasamningi sé að finna einungis minniháttar breytingar varðandi styttingu vinnuvikunnar. Þannig feli samningurinn í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði afnumdir að hluta eða í heild.Í kjarasamningunum frá 2015 er viðræðuheimild um styttingu vinnuvikunnar.Þetta sé sambærilegt heimildinni sem sé að finna í kjarasamningunum frá maí 2015 í kafla 5 þar sem fjallað er um viðræðuheimild um styttri vinnutíma með sömu framleiðslu. „Það eina sem verið er að gera núna varðandi vinnutímabreytingar er að rýmka aðeins tilgreindar heimildir innan þessa 5. kafla,“ segir Viðar. Þannig sé verið að bjóða upp á að fórna launuðum kaffitímum gegn styttingu vinnuvikunnar auk lítilsháttar raunstyttingu. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki.Stytting vinnuvikunnar mikilvægt baráttumál Viðar segir að vinnumarkaðurinn sé heilt yfir kominn mjög skammt á veg í styttingu vinnuvikunnar. Það sé aðkallandi mál að stytta vinnutímann hjá fólki sem vinnur of mikið og býr af þeim sökum við heilsufarsvandamál. „Á sama tíma erum við líka að takast á við það að það er auðvitað bara mjög mikill vinnukúltúr á Íslandi. Láglaunafólk á Íslandi hefur þurft að venjast því og laga sig að því að leiðin til að geta lifað af launum sínum er að vinna ofboðslega mikið og vinna ofboðslega langan vinnudag; mikil yfirvinna og vaktavinna eins og við sjáum í okkar launakönnunum. Það er ákveðin hugarfarsleg barátta að koma því til skila að þegar maður talar um styttingu vinnutímans að þá sé maður að tala um að þú haldir þínum launum.“ Viðar segir að stytting vinnutímans sé sannarlega baráttumál sem þurfti að taka lengra. „Þetta snýst um það að fólk er að ofkeyra sig og gengur á getu líkamans til að endurnýja sig. Svo er fólk að klóra sér í kollinum yfir kulnun í starfi og stoðkerfisvandamálum. Mér finnst það nú ekki vera mikil ráðgáta,“ segir Viðar. Ásættanleg niðurstaða í þessari lotu baráttunnar Viðar segir hina nýju kjarasamninga vera ásættanlega niðurstöðu. „Við náum þarna tæplega ¾ af þeirri krónutöluhækkun sem við vildum sjá á lægstu laun og yfir að vísu aðeins lengra tímabil. Því til viðbótar fáum við auðvitað góða skattalækkun sem um munar og við erum með þessi ákvæði um hagvaxtartengdar launauppbætur sem gætu líklega orðið verulegar og skipt máli. Á heildina litið þá föllumst við á þetta sem ásættanlega niðurstöðu í þessari lotu baráttunnar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11
Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28