Innlent

Særún á leið til hafnar eftir strand

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá strandstað í Breiðafirði.
Frá strandstað í Breiðafirði. LHG
Farþegaskipið Særún, sem strandaði á tólfta tímanum í Breiðafirði, losnaði af strandstað klukkan 15:30. Skipið hafði strandað á skeri og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom einhver leki að skipinu. Þá á einnig „örlítil olía“ að hafa seytlað úr olíutanki skipsins. Sex voru um borð í Særúnu og heilsast þeim öllum vel.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar virkjaði samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð vegna strandsins ásamt því að senda þyrlu á vettvang, auk þess sem bátar frá björgunarsveitum á Snæfellsnesi voru kallaðir út.

Særún sigldi sjálf, á eigin vélarafli, af strandstað til hafnar í Stykkishólmi. Þar er áætlað að skipið verði tekið í slipp og munu starfsmenn Umhverfisstofnunnar taka á móti Særúnu með viðeigandi búnað, ef á þarf að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×