Borche: Þurfum bara að stoppa einn mann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. apríl 2019 21:43 Borce er þjálfari ÍR. vísir/daníel ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45