Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 08:34 May og Tusk þegar þau funduðu í Egyptalandi í febrúar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Tusk er sagður ætla að bjóða Bretum tólf mánaða frestun.Reuters-fréttastofan segir að í bréfinu leggi May einnig áherslu á að útgöngunni verði flýtt verði samningur hennar samþykktur tímanlega. Þannig vilji hún komast hjá því að Bretar þurfi að taka þátt í Evrópuþingskosningum í vor sé þess nokkur kostur. Ríkisstjórn hennar undirbúi kosningarnar engu að síður ef aðrir möguleikar verða ekki í stöðunni. Evrópusambandið hefur þegar framlengt frest til að ganga frá Brexit einu sinni en hann á að renna út 12. apríl. Fulltrúar þess hafa sagt að engir frekari skammtímafrestir séu í boði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir heimildarmönnum í dag að Tusk hafi lagt til tólf mánaða „sveigjanlegan“ frest á útgöngunni. Bretar gætu þannig gengið fyrr út ef breska þingið samþykkir útgöngusamning. Þingmenn felldu útgöngusamning May í þriðja skipti fyrir viku. Í kjölfarið óskaði May eftir að útgöngunni yrði frestað tímabundið en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Tusk er sagður ætla að bjóða Bretum tólf mánaða frestun.Reuters-fréttastofan segir að í bréfinu leggi May einnig áherslu á að útgöngunni verði flýtt verði samningur hennar samþykktur tímanlega. Þannig vilji hún komast hjá því að Bretar þurfi að taka þátt í Evrópuþingskosningum í vor sé þess nokkur kostur. Ríkisstjórn hennar undirbúi kosningarnar engu að síður ef aðrir möguleikar verða ekki í stöðunni. Evrópusambandið hefur þegar framlengt frest til að ganga frá Brexit einu sinni en hann á að renna út 12. apríl. Fulltrúar þess hafa sagt að engir frekari skammtímafrestir séu í boði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir heimildarmönnum í dag að Tusk hafi lagt til tólf mánaða „sveigjanlegan“ frest á útgöngunni. Bretar gætu þannig gengið fyrr út ef breska þingið samþykkir útgöngusamning. Þingmenn felldu útgöngusamning May í þriðja skipti fyrir viku. Í kjölfarið óskaði May eftir að útgöngunni yrði frestað tímabundið en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49
Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38