Stjórnendur fyrirtækja leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn kulnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2019 20:30 Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun. Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun.
Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00
Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15