Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 15:16 Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Vísir/egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18
Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49