Innlent

Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Ólafur Garðarsson fær ekki Tesluna sína aftur.
Magnús Ólafur Garðarsson fær ekki Tesluna sína aftur. Vísir
Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot.

Magnús var dæmdur fyrir að hafa í þrígang ekið rándýrum Teslu bíl sínum með einkanúmerið NO CO2 langt yfir hámarkshraða á Reykjanesbrautinni árið 2016.

Töluvert hefur verið fjallað um ökulag Magnúsar í fjölmiðlum. Það brot sem mest var fjallað um átti sér stað þann 20. desember 2016 á Reykjanesbrautinni. Þá ók Magnús bílnum á 183 kílómetra hraða, við erfiðar aðstæður, aftan á Toyota Yaris bifreið.

Bíllinn hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaður bílsins töluvert. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur í bætur.

Í dómi Landsréttar er fallist á með Magnúsi að beiting upptökuákvæðis vegna Teslunnnar sé íþyngjandi. Þó verði að líta til þess að að ákærði hefur lagt hraðakstur í vana sinn og að ökuhraði og aksturslag hans við hættulegar aðstæður fyrrnefndan dag í desember 2016 „svo vítavert“.

Er Landsréttur harðorður í garð forstjórans fyrrverandi.

Magnús Ólafur „sýndi af sér slíkt skeytingarleysi um líf og limi þeirra sem áttu leið um Reykjanesbraut á sama tíma að erfitt hlýtur að vera að finna hliðstæðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×