Lífið

Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó

Andri Eysteinsson skrifar
Bruce Dickinson hér á Ítalíu árið 2016.
Bruce Dickinson hér á Ítalíu árið 2016. Getty/Mondadorio Portfolio
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina. AP greinir frá.

Söngvarinn breski var heiðraður við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Sarajevó-borgar af borgarstjóranum Abdulah Skaka.

Við athöfnina hafði Skaka þetta að segja um tónleika Dickinson árið 1994: „Koma Dickinson til Sarajevo árið 1994 var eitt af þeim augnablikum sem fengu okkur í borginni til að trúa því að við myndum komast í gegnum stríðið. Sarajevó muni lifa af og Bosnía og Hersegóvína muni lifa stríðið af“

Dickinson sagði viðurkenninguna vera mikinn heiður. Í viðtali við AP sagði söngvarinn: „Í heimi þar sem hlutir gleymast á samfélagsmiðlum eftir fimm sekúndur, er þetta magnað. Fólk man enn þá eftir þessu, þetta er magnað, þetta er magnaður dagur og það er gott að vera kominn aftur“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.