Fótbolti

Jafntefli og töp hjá Íslendingaliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur í fyrsta leik tímabilsins.
Guðmundur í fyrsta leik tímabilsins. vísir/getty
Það voru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni víðs vegar um Evrópu í kvöld en enginn Íslendingur var í sigurliði í kvöld.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping í vinstri vængbakverðinum er liðið gerði markalaust jafntefli við AIK á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK en Norrköping er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. AIK er með tvö stig eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum.

Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland á útivelli. Jöfnunarmark Bröndby kom í uppbótartíma en þeir eru í fjórða sæti deildarinnar.

Bæði Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson spiluðu allan leikinn fyrir Mjallby sem tapaði 2-1 fyrir Norrby í sænsku B-deildinni. Mjallby er með án stiga eftir tvo leiki en Milos Milojevic er þjálfari liðsins.

Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Gazisehir Gaziantep sem gerði 1-1 jafntefli við Altay Izmir í tyrknesku B-deildinni. Elmar og félagar eru í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×