Erlent

Yfirmaður lífvarða forseta Bandaríkjanna rekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Randolph "Tex“ Alles, yfirmaður lífvarða forsetans.
Randolph "Tex“ Alles, yfirmaður lífvarða forsetans. AP/David Goldman
Randolph Alles, yfirmaður lífvarða forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur verið rekinn og mun hann fara úr starfi á næstunni. Þegar er búið að velja eftirmann hans en það er James Murray, sem hefur starfað lengi innan stofnunarinnar. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa verið rekinn vegna deilna innan stofnunarinnar og að brottreksturinn sé ótengdur því að Kirstjen Nielsen hafi sagt af sér sem heimavarnarráðherra í gær. Hún var yfirmaður Alles.



Alles heldur því þó fram við starfsmenn Secret Service að honum hafi ekki verið sagt upp. Reuters segir hann hafa sent tölvupóst til starfsmanna þar sem hann segir að um skipulagðar breytingar sé að ræða. hann hafi ekki verið rekinn heldur hafi honum verið tilkynnt fyrir nokkrum vikum að hann mæti búast við breytingum varðandi leiðtoga Heimavarnarráðuneytisins.

Polticio segir hins vegar að Donald Trump, forseti, hafi gefið ráðgjafa sínum Stephen Miller leyfi til að hreinsa til í Heimavarnarráðuneytinu og ráða þar inn fólk sem tekur harðari afstöðu gagnvart innflytjendum og farand- og flóttafólki. Með því vill Trump reyna að standa við loforð sín fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.



Miller hefur á undanförnum dögum hringt í starfsmenn stofnanna sem koma að málefnum innflytjenda og krafist þess að gripið verði til strangari aðgerða til að daga úr flæði farand- og flóttafólks að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

New York Times segir von á því að tveimur háttsettum aðilum úr Heimavarnarráðuneytinu verði vikið úr störfum sínum á næstunni.



Sjá einnig: Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur



Undanfarna mánuði hafa sífellt fleiri ferðast að landamærunum og Trump hefur hótað því að loka landamærunum alfarið en hann virðist þó hættur við það. Hann er verulega ósáttur við stöðuna og sagðist á föstudaginn að Bandaríkin væru full. Það væri ekki hægt að hleypa fleirum inn í landið.

Hann ítrekaði það svo á Twitter í gær.


Tengdar fréttir

Heimavarnaráðherra Trump er hætt

Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin.

Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð

Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram.

Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál

Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumaður sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna, árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×