Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 07:48 Frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum. Vísir/Jóhanna Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. Hátíðin verði haldin, hvort sem hún njóti stuðnings borgarinnar eða ekki. Þá segja þeir ekki rétt að Secret Solstice skuldi bandarísku rokkhljómsveitinni Slayer fyrir að koma fram á hátíðinni í fyrra, þegar hafi svokölluð „framkomulaun“ verið greidd. Greint var frá því um helgina að bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, hefði stefnt hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Fyrirtækið Solstice Productions hefur farið með rekstur hátíðarinnar undanfarin ár, nú síðast í fyrra. Annað fyrirtæki, Live Events, tók svo við rekstri hátíðarinnar í haust og fyrir liggja drög að nýjum samningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn er óundirritaður. Umboðsaðili Slayer stefndi báðum fyrirtækjum vegna vanefnda en áður hefur komið fram að fjöldi fólks og fyrirtækja hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína hjá Solstice Productions.Í kvöldfréttum RÚV í fyrradag kom svo fram að Secret Solstice skuldi borginni um tíu milljónir sem gera verði upp svo hægt verði að halda hátíðina í ár, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur formanns borgarráðs. Rétt að Þórdís Lóa „skýri frá mikilvægi hátíðarinnar“ Í yfirlýsingu sem Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live Events, sendi fyrir hönd Secret Solstice í morgun segir að ágreiningur sé um tíu milljóna skuld hátíðarinnar við Reykjavíkurborg. Skuldin sé jafnframt á ábyrgð fyrra rekstrarfélags Secret Solstice, Solstice Productions, en komi ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár líkt og stendur til. „Þá er enn fremur rétt að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, skýri frá mikilvægi hátíðarinnar fyrir borgina í þessu samhengi en efnahagslegt fótspor hátíðarinnar er um 1500 milljónir á ári og um 8 milljarðar í heildina. Reykjavíkurborg hefur hins vegar leitað til núverandi rekstraraðila vegna skuldar fyrri rekstaraðila í leit að lausn,“ segir í yfirlýsingu.Sjá einnig: Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer „Stærsta og flottasta hátíðin hingað til“ Secret Solstice verði haldin, hvort sem hún njóti stuðnings Reykjavíkurborgar eða ekki, en hátíðin hefur farið fram í Laugardalnum undanfarin ár. „Búið er að bóka alla erlenda tónlistarmenn fyrir hátíðina í sumar, semja við hljómsveitirnar og greiða staðfestingargjöld. Enginn tónlistamaður hefur afbókað komu sína. Hátíðin verður haldin hvort sem Reykjavíkurborg styður við hana eða ekki og verður stærsta og flottasta hátíðin hingað til enda á eftir tilkynna síðustu listamennina sem gefur draumatónlistarhátíð sem hefur eitthvað fyrir alla aldurshópa.“ Víkingur Heiðar sagði ekki tímabært að segja til um það hvar skipuleggjendur hygðust halda hátíðina þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann vísaði þó í Facebook-færslu Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa Secret Solstice, frá því í gærkvöldi. Þar segist Jón Bjarni viss um að önnur sveitarfélög taki við keflinu af borginni ef þess þarf. „Hátíðin mun fara fram í sumar hvað sem öðru líður, ef Reykjavík hefur ekki áhuga þá er ég viss um að það eru önnur sveitarfélög sem eru til í að vinna með hátíðinni og fá þann ágóða sem henni fylgir.“Rokksveitin Slayer á Secret Solstice-sviðinu í fyrra.Mynd/Secret SolsticeGóð samskipti við Slayer í fyrra Víkingur Heiðar þvertekur jafnframt fyrir í yfirlýsingu að hátíðin skuldi Slayer fyrir að koma fram á Secret Solstice sumarið 2018. Umboðsaðili hljómsveitarinnar, K2 Agency, hafi borið fram reikninga sem fyrri rekstraraðilar hafi hafnað. Gert hafi verið upp við hljómsveitina og þá hafi aðrir tónlistarmenn ekki stefnt rekstraraðilum vegna hátíðarinnar. „Secret Solstice átti í góðum samskiptum við Slayer síðast og hefur gert upp framkomulaun (artist fee) hljómsveitarinnar.“ Að öðru leyti er vísað í yfirlýsingu frá lögmönnum Live Events, Sigurði G. Guðjónssyni og Gesti Gunnarssyni, sem send var út í gærkvöldi. Þar segir að málið verði ekki rekið í fjölmiðlum þar sem það sé nú til meðferðar fyrir dómstólum en K2 Agency hefur stefnt Live Events fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó er enn tekið fram að hin meinta skuld sé Live Events ehf. alfarið óviðkomandi, enda hafi félagið ekki haft aðkomu að fyrri hátíðum heldur aðeins að þeirri sem haldin verði í sumar. „Því skal þó haldið til haga að Live Events ehf. hafnar því alfarið að félagið standi í nokkurri skuld við K2 Agency Ltd., enda hefur félagið hvorki verið í samningssambandi við K2 Agency Ltd. né umbjóðendur þess félags,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Ósamræmið ekki óeðlilegt Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður K2 Agency, sagði í samtali við Vísi í gær að eftirstöðvar af kröfum Slayer vegna hátíðarinnar í fyrra hefðu ekki verið greiddar. Þá hafi Live Events verið stefnt vegna þess að Víkingur Heiðar hafi sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að fyrirtækið myndi borga öllum listamönnum sem Solstice Productions náði ekki að gera upp við frá síðustu hátíð. Inntur eftir því af hverju þetta ósamræmi stafi, þ.e. að firra sig ábyrgð af kröfum Slayer en halda því einnig fram að gert verði upp við tónlistarmenn sem fram komu á Secret Solstice sumarið 2018, segir Víkingur Heiðar í skriflegu svari að ekkert ósamræmi sé fólgið í því að nýr skipuleggjandi hátíðarinnar „staðhæfi eitthvað um greiðslur fyrri rekstraraðila sömu tónlistarhátíðar.“ Jón Bjarni Steinsson.Stjúppabbi bjargaði hátíðinni Jón Bjarni lýsir því einnig í áðurnefndri Facebook-færslu sinni að síðustu 9-10 mánuðir hafi verið „þeir erfiðustu“ í sínu lífi vegna rekstrarerfiðleika bæði Secret Solstice og tónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses, sem aðstandendur Secret Solstice stóðu að. Reksturinn hafi ekki farið samkvæmt áætlun. „Til að draga þetta saman þá voru tekjur af Solstice langt undir væntingum. Það leggur enginn upp með það að tapa peningum en niðurstaðan var engu að síður þessi. Fljótlega eftir að tónleikar Guns N Roses kláruðust var það ljóst að róðurinn yrði þungur framundan,“ segir Jón Bjarni. Þó hafi alltaf verið erfitt að standa í rekstri hátíðarinnar, auk þess sem komið hafi upp óvissa um leyfi frá Reykjavíkurborg á hverju ári. Stjúpfaðir Jóns Bjarna, Guðmundur Harðarson Viborg, hafi þó komið hátíðinni til bjargar þegar skipuleggjendur stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun í fyrra. „Þetta er aftur á móti sú staða sem kom upp síðasta haust og satt best að segja hefði ég persónulega valið að nú settu menn bara stopp og leyfðu hátíðinni að taka sinn sess í langri sögu tónlistarhátiða á Íslandi sem ekki hafa lifað af. En, það var til fólk sem hafði trú á hátíðinni og sú ákvörðun er tekin að nýir aðilar taki að sér vörumerkið Secret Solstice, sá sem það gerði var stjúpfaðir minn, Guðmundur Viborg. Líklega var það vegna þess að hann var búinn að sjá hversu vænt okkur öllum þótti um hátíðina.“ Tilgangur hátíðarinnar hafi jafnframt aldrei verið „að vera einhver gróðamaskína“. Hugmyndin hafi kviknað hjá mági Jóns Bjarna, Friðriki Ólafsson, sem fór með skipulagningu hátíðarinnar undanfarin ár ásamt systkinum sínum. Þrátt fyrir ást skipuleggjenda á tónlist og vilja þeirra til að styðja við menningarlíf í Reykjavík hafi Secret Solstice ekki setið við sama borð og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. „[…] en á meðan Solstice hefur fengið 4.5 miljónir í styrki siðustu 5 ár (ekkert árið 2018) hleypur stuðningur við Iceland Airwaves á tugum miljóna fyrir sama tíma.“Færslu Jóns Bjarna í heild má sjá hér að neðan. Dómsmál Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45 Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42 Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu. 4. apríl 2019 16:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. Hátíðin verði haldin, hvort sem hún njóti stuðnings borgarinnar eða ekki. Þá segja þeir ekki rétt að Secret Solstice skuldi bandarísku rokkhljómsveitinni Slayer fyrir að koma fram á hátíðinni í fyrra, þegar hafi svokölluð „framkomulaun“ verið greidd. Greint var frá því um helgina að bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, hefði stefnt hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Fyrirtækið Solstice Productions hefur farið með rekstur hátíðarinnar undanfarin ár, nú síðast í fyrra. Annað fyrirtæki, Live Events, tók svo við rekstri hátíðarinnar í haust og fyrir liggja drög að nýjum samningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn er óundirritaður. Umboðsaðili Slayer stefndi báðum fyrirtækjum vegna vanefnda en áður hefur komið fram að fjöldi fólks og fyrirtækja hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína hjá Solstice Productions.Í kvöldfréttum RÚV í fyrradag kom svo fram að Secret Solstice skuldi borginni um tíu milljónir sem gera verði upp svo hægt verði að halda hátíðina í ár, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur formanns borgarráðs. Rétt að Þórdís Lóa „skýri frá mikilvægi hátíðarinnar“ Í yfirlýsingu sem Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live Events, sendi fyrir hönd Secret Solstice í morgun segir að ágreiningur sé um tíu milljóna skuld hátíðarinnar við Reykjavíkurborg. Skuldin sé jafnframt á ábyrgð fyrra rekstrarfélags Secret Solstice, Solstice Productions, en komi ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár líkt og stendur til. „Þá er enn fremur rétt að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, skýri frá mikilvægi hátíðarinnar fyrir borgina í þessu samhengi en efnahagslegt fótspor hátíðarinnar er um 1500 milljónir á ári og um 8 milljarðar í heildina. Reykjavíkurborg hefur hins vegar leitað til núverandi rekstraraðila vegna skuldar fyrri rekstaraðila í leit að lausn,“ segir í yfirlýsingu.Sjá einnig: Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer „Stærsta og flottasta hátíðin hingað til“ Secret Solstice verði haldin, hvort sem hún njóti stuðnings Reykjavíkurborgar eða ekki, en hátíðin hefur farið fram í Laugardalnum undanfarin ár. „Búið er að bóka alla erlenda tónlistarmenn fyrir hátíðina í sumar, semja við hljómsveitirnar og greiða staðfestingargjöld. Enginn tónlistamaður hefur afbókað komu sína. Hátíðin verður haldin hvort sem Reykjavíkurborg styður við hana eða ekki og verður stærsta og flottasta hátíðin hingað til enda á eftir tilkynna síðustu listamennina sem gefur draumatónlistarhátíð sem hefur eitthvað fyrir alla aldurshópa.“ Víkingur Heiðar sagði ekki tímabært að segja til um það hvar skipuleggjendur hygðust halda hátíðina þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann vísaði þó í Facebook-færslu Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa Secret Solstice, frá því í gærkvöldi. Þar segist Jón Bjarni viss um að önnur sveitarfélög taki við keflinu af borginni ef þess þarf. „Hátíðin mun fara fram í sumar hvað sem öðru líður, ef Reykjavík hefur ekki áhuga þá er ég viss um að það eru önnur sveitarfélög sem eru til í að vinna með hátíðinni og fá þann ágóða sem henni fylgir.“Rokksveitin Slayer á Secret Solstice-sviðinu í fyrra.Mynd/Secret SolsticeGóð samskipti við Slayer í fyrra Víkingur Heiðar þvertekur jafnframt fyrir í yfirlýsingu að hátíðin skuldi Slayer fyrir að koma fram á Secret Solstice sumarið 2018. Umboðsaðili hljómsveitarinnar, K2 Agency, hafi borið fram reikninga sem fyrri rekstraraðilar hafi hafnað. Gert hafi verið upp við hljómsveitina og þá hafi aðrir tónlistarmenn ekki stefnt rekstraraðilum vegna hátíðarinnar. „Secret Solstice átti í góðum samskiptum við Slayer síðast og hefur gert upp framkomulaun (artist fee) hljómsveitarinnar.“ Að öðru leyti er vísað í yfirlýsingu frá lögmönnum Live Events, Sigurði G. Guðjónssyni og Gesti Gunnarssyni, sem send var út í gærkvöldi. Þar segir að málið verði ekki rekið í fjölmiðlum þar sem það sé nú til meðferðar fyrir dómstólum en K2 Agency hefur stefnt Live Events fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó er enn tekið fram að hin meinta skuld sé Live Events ehf. alfarið óviðkomandi, enda hafi félagið ekki haft aðkomu að fyrri hátíðum heldur aðeins að þeirri sem haldin verði í sumar. „Því skal þó haldið til haga að Live Events ehf. hafnar því alfarið að félagið standi í nokkurri skuld við K2 Agency Ltd., enda hefur félagið hvorki verið í samningssambandi við K2 Agency Ltd. né umbjóðendur þess félags,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Ósamræmið ekki óeðlilegt Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður K2 Agency, sagði í samtali við Vísi í gær að eftirstöðvar af kröfum Slayer vegna hátíðarinnar í fyrra hefðu ekki verið greiddar. Þá hafi Live Events verið stefnt vegna þess að Víkingur Heiðar hafi sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að fyrirtækið myndi borga öllum listamönnum sem Solstice Productions náði ekki að gera upp við frá síðustu hátíð. Inntur eftir því af hverju þetta ósamræmi stafi, þ.e. að firra sig ábyrgð af kröfum Slayer en halda því einnig fram að gert verði upp við tónlistarmenn sem fram komu á Secret Solstice sumarið 2018, segir Víkingur Heiðar í skriflegu svari að ekkert ósamræmi sé fólgið í því að nýr skipuleggjandi hátíðarinnar „staðhæfi eitthvað um greiðslur fyrri rekstraraðila sömu tónlistarhátíðar.“ Jón Bjarni Steinsson.Stjúppabbi bjargaði hátíðinni Jón Bjarni lýsir því einnig í áðurnefndri Facebook-færslu sinni að síðustu 9-10 mánuðir hafi verið „þeir erfiðustu“ í sínu lífi vegna rekstrarerfiðleika bæði Secret Solstice og tónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses, sem aðstandendur Secret Solstice stóðu að. Reksturinn hafi ekki farið samkvæmt áætlun. „Til að draga þetta saman þá voru tekjur af Solstice langt undir væntingum. Það leggur enginn upp með það að tapa peningum en niðurstaðan var engu að síður þessi. Fljótlega eftir að tónleikar Guns N Roses kláruðust var það ljóst að róðurinn yrði þungur framundan,“ segir Jón Bjarni. Þó hafi alltaf verið erfitt að standa í rekstri hátíðarinnar, auk þess sem komið hafi upp óvissa um leyfi frá Reykjavíkurborg á hverju ári. Stjúpfaðir Jóns Bjarna, Guðmundur Harðarson Viborg, hafi þó komið hátíðinni til bjargar þegar skipuleggjendur stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun í fyrra. „Þetta er aftur á móti sú staða sem kom upp síðasta haust og satt best að segja hefði ég persónulega valið að nú settu menn bara stopp og leyfðu hátíðinni að taka sinn sess í langri sögu tónlistarhátiða á Íslandi sem ekki hafa lifað af. En, það var til fólk sem hafði trú á hátíðinni og sú ákvörðun er tekin að nýir aðilar taki að sér vörumerkið Secret Solstice, sá sem það gerði var stjúpfaðir minn, Guðmundur Viborg. Líklega var það vegna þess að hann var búinn að sjá hversu vænt okkur öllum þótti um hátíðina.“ Tilgangur hátíðarinnar hafi jafnframt aldrei verið „að vera einhver gróðamaskína“. Hugmyndin hafi kviknað hjá mági Jóns Bjarna, Friðriki Ólafsson, sem fór með skipulagningu hátíðarinnar undanfarin ár ásamt systkinum sínum. Þrátt fyrir ást skipuleggjenda á tónlist og vilja þeirra til að styðja við menningarlíf í Reykjavík hafi Secret Solstice ekki setið við sama borð og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. „[…] en á meðan Solstice hefur fengið 4.5 miljónir í styrki siðustu 5 ár (ekkert árið 2018) hleypur stuðningur við Iceland Airwaves á tugum miljóna fyrir sama tíma.“Færslu Jóns Bjarna í heild má sjá hér að neðan.
Dómsmál Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45 Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42 Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu. 4. apríl 2019 16:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45
Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42
Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu. 4. apríl 2019 16:30