Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 11:42 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að loftslagslögum er kveðið á um að stjórnarráðið, allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins setji sér loftslagsstefnu. Fréttablaðið/Vilhelm Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir. Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir.
Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30