„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 13:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. skjáskot Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43