Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 21:25 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst loka á fjárúthlutanir til þriggja Mið-Ameríkuríkja vegna fjölda flóttafólks. Getty/Chip Somodevilla Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04