Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:38 Frá fundi félaganna hjá ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins lauk nú á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálf 10 í fyrramálið. Þá munu verkföll Eflingar hefjast á morgun, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. Fundur deiluaðila hófst klukkan tíu í morgun og stóð því yfir í rúmar tólf klukkustundir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekki tjá sig um efni fundarins eða gang viðræðna í samtali við Vísi nú skömmu fyrir klukkan 23. „Við mætum bara á morgun og höldum áfram,“ segir Sólveig, innt eftir því hvort hún sé bjartsýn fyrir fund morgundagsins. Aðrir formenn verkalýðsfélaganna hafa ýmist ekki viljað tjá sig um viðræðurnar í kvöld eða ekki svarað símtölum fréttastofu. Þá staðfestir Sólveig að verkföll bílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu og aka ákveðnum leiðum Strætó, hefjist í fyrramálið klukkan 7. Gert er ráð fyrir að það standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis en um er að ræða tíu leiðir Strætó. Hér má nálgast upplýsingar um þær leiðir sem verkfallið mun hafa áhrif á. Þá hefjast verkföll hótelstarfsmanna og rútufyrirtækja á miðvikudag og standa yfir í þrjá sólarhringa, að öllu óbreyttu.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. 31. mars 2019 19:00 Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins lauk nú á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálf 10 í fyrramálið. Þá munu verkföll Eflingar hefjast á morgun, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. Fundur deiluaðila hófst klukkan tíu í morgun og stóð því yfir í rúmar tólf klukkustundir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekki tjá sig um efni fundarins eða gang viðræðna í samtali við Vísi nú skömmu fyrir klukkan 23. „Við mætum bara á morgun og höldum áfram,“ segir Sólveig, innt eftir því hvort hún sé bjartsýn fyrir fund morgundagsins. Aðrir formenn verkalýðsfélaganna hafa ýmist ekki viljað tjá sig um viðræðurnar í kvöld eða ekki svarað símtölum fréttastofu. Þá staðfestir Sólveig að verkföll bílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu og aka ákveðnum leiðum Strætó, hefjist í fyrramálið klukkan 7. Gert er ráð fyrir að það standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis en um er að ræða tíu leiðir Strætó. Hér má nálgast upplýsingar um þær leiðir sem verkfallið mun hafa áhrif á. Þá hefjast verkföll hótelstarfsmanna og rútufyrirtækja á miðvikudag og standa yfir í þrjá sólarhringa, að öllu óbreyttu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. 31. mars 2019 19:00 Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. 31. mars 2019 19:00
Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33