Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Sveinn Arnarsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra breytti reglugerð í desember síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira