Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Tæplega þúsund myndu taka þátt i aðgerðum VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Sjá meira
„Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Sjá meira