Lægra verðmat endurspeglar óvissu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Ljósmynd/Eimskip Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar. Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum. Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrargírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar. Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum. Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrargírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira