Elskendur í útrýmingarbúðum Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 20. mars 2019 14:00 Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather MorrisÞýðandi: Ólöf PétursdóttirÚtgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skáldævisögu skrifaða af hinni nýsjálensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frásögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástarsaga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. Húðflúrarinn í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fangabúðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríðinda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfjum og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verkinu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyfari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Samtölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegnum augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljanakenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undirrituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather MorrisÞýðandi: Ólöf PétursdóttirÚtgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skáldævisögu skrifaða af hinni nýsjálensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frásögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástarsaga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. Húðflúrarinn í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fangabúðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríðinda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfjum og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verkinu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyfari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Samtölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegnum augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljanakenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undirrituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira