Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert. Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert.
Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58