Erlent

Tugir látnir eftir ferjuslys í Írak

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slysið varð nærri skemmtigarði í Mósúl.
Slysið varð nærri skemmtigarði í Mósúl. Mosul eye
Talið er að hið minnsta 70 hafi farist þegar ferja sökk í Tígrisfljóti nærri íröksku borginni Mósúl í dag.

Flestir farþeganna voru konur og ósynd börn að sögn breska ríkisútvarpsins. Björgunarsveitir eru enn að störfum við að ná til fólksins en ferjunni var siglt í átt að vinsælli ferðamannaeyju.

Forsætisráðherra landsins, Adel Abdul Mahdi, hefur farið fram tildrög slyssins verði rannsökuð.

Áætlað er að um 100 manns hafi verið um borð í ferjunni þegar slysið varð, langt umfram leyfilegan hámarksfjölda. Búið var að vara skipstjóra við miklu vatnsmagni í Tígrisfljóti eftir að vatnsflæðið um Mósúlstífluna var aukið. Talið er að skipstjóri ferjunnar hafi hins vegar hunsað þessar ábendingar.

Fólki í nágrenninu hefur verið ráðlagt að aðstoða við björgunarstörfin eftir fremsta megni, til að mynda með því að safnast saman við árbakkann. Þá hafa ökumenn verið hvattir til að leggja bílum sínum í vegköntum til að auðvelda sjúkraflutningamönnum að flytja farþega ferjunnar af slysstað.

Fréttin var uppfærð kl. 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×