Aðför að tjáningarfrelsi Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun