Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 14:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að stjórnvöld muni liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
„Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18