Innlent

Björgunarskip ræst út vegna neyðarkalls í Jökulfjörðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði.
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði. fréttablaðið/Pjetur
Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu eru skip og bátar slysavarnafélagsins komnar að bátnum og verið er að vinna að því í samvinnu við skipstjóra bátsins hvernig leysa megi úr stöðunni. 

Um farþegabát er að ræða en skipstjórinn er einn um borð, hafði hann skömmu áður en báturinn strandaði skilað af sér farþegum sem um borð voru.

Leki kom að bátnum og fóru björgunarmenn með dælur á staðinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×