Innlent

Kominn í tog á leið til Ísafjarðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði.
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði. fréttablaðið/Pjetur
Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim.

Björgunarmenn eru ásamt skipstjóra um borð í bátnum en í honum er nokkuð af sjó og hafa dælur varla undan.

Ef allt gengur vel má reikna með að komið verði til Ísafjarðar að nálgast tvö en lítið þarf út af bregða til þess að þær áætlanir bregðist, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×