Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:30 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur flytur erindi um sáttanefndir. „Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira