„Vel gert“? Sabine Leskopf skrifar 26. mars 2019 12:10 „Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun