Verkföllum aflýst Sylvía Hall og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. mars 2019 18:45 Boðuðum tveggja sólarhringa löngum verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Fundi verkalýðsfélaganna VR og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var slitið rétt í þessu. Þetta staðfestu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.„Við höfum sammælst um það að hér sé kominn umræðugrundvöllur sem geti lokið með gerð kjarasamnings. VIð munum funda næstu daga til að ganga frá því ef mögulegt er,“ sagði Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson sagði nú verði gerð atlaga að því að ná samkomulagi um helgina og byggt verði á þeim möguleika að ræða saman af alvöru.„Þetta er grunnur sem við gátum sætt okkur við að hefja viðræður á. Verkföllunum verður aflýst en þau standa enn þá í næstu viku. Við munum leggja okkur fram um að reyna að klára þetta um helgina. Vonandi gengur það. Það er það eina sem við getum gert á þessu stigi,“ sagði Ragnar Þór.Halldór Benjamín bætti einnig við að deiluaðilar væru sammála um það að setið yrði saman næstu daga með það að markmiði að klára gerð kjarasamnings.Í fréttatilkynningu frá VR segir að viðræður munu halda áfram af fullum krafti næstu daga en viðtal við Ragnar Þór og Halldór Benjamín má sjá hér fyrir ofan. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Boðuðum tveggja sólarhringa löngum verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Fundi verkalýðsfélaganna VR og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var slitið rétt í þessu. Þetta staðfestu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.„Við höfum sammælst um það að hér sé kominn umræðugrundvöllur sem geti lokið með gerð kjarasamnings. VIð munum funda næstu daga til að ganga frá því ef mögulegt er,“ sagði Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson sagði nú verði gerð atlaga að því að ná samkomulagi um helgina og byggt verði á þeim möguleika að ræða saman af alvöru.„Þetta er grunnur sem við gátum sætt okkur við að hefja viðræður á. Verkföllunum verður aflýst en þau standa enn þá í næstu viku. Við munum leggja okkur fram um að reyna að klára þetta um helgina. Vonandi gengur það. Það er það eina sem við getum gert á þessu stigi,“ sagði Ragnar Þór.Halldór Benjamín bætti einnig við að deiluaðilar væru sammála um það að setið yrði saman næstu daga með það að markmiði að klára gerð kjarasamnings.Í fréttatilkynningu frá VR segir að viðræður munu halda áfram af fullum krafti næstu daga en viðtal við Ragnar Þór og Halldór Benjamín má sjá hér fyrir ofan.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira