„Verkfallsvopnið, það bítur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45