Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2019 19:00 Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hvetur þingheim til að samþykkja útgöngusáttmálann. John Bercow, þingforseti, fylgist með. Mynd/Breska þingið Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28