„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2019 19:30 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent