„Ég hef aldrei verið sterkari“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. mars 2019 10:00 Katharine Hamnett í portinu við Stefánsbúð/ps3. Þangað kom hún til að taka þátt í HönnunarMars. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fatahönnuðurinn Katharine Hamnett er róttækur frumkvöðull í tískuheiminum og hefur í marga áratugi barist fyrir betra siðferði og umhverfisvænni framleiðsluháttum. Hún er komin á áttræðisaldur en endurvakti sögufrægt fatamerki sitt fyrir tveimur árum og segist aldrei hafa verið einbeittari í baráttunni. „Ég er bara örvæntingarfull en ég er drifin áfram af ást. Hef aldrei verið sterkari og einbeittari í baráttunni. Við höfum hreinlega klúðrað málunum algjörlega og verðum að gera eitthvað fyrir börnin okkar og barnabörnin. Tíminn sem við höfum til að bjarga málunum, hann er senn á enda,“ segir Katharine sem segir að þótt fólk sé almennt meðvitað þá gangi það ekki nægilega langt í því að hafna framleiðsluháttum sem skaði umhverfið. „Aldamótakynslóðin gerir ráð fyrir því að flestallt sem er framleitt í dag sé sjálfbært. Andskotinn hafi það, það er alls ekki þannig,“ segir Katharine og bætir því við að því miður sé það oft þannig að það sé ógerningur fyrir neytendur að átta sig á því hvort flík sé framleidd með ásættanlegum og sjálfbærum hætti. Hún er enn í London þegar blaðamaður talar við hana. Situr á kaffihúsi með hundinn sinn og veltir því fyrir sér hverju hún eigi að klæðast fyrir Íslandsferðina. Hún vonast til þess að sjá og upplifa íslenska náttúru en er líka spennt þegar hún heyrir að börn mótmæli aðgerðaleysi stjórnvalda og leiðtoga heimsins vegna loftslagsmála. Katharine er stödd hér á landi vegna HönnunarMars en hönnun hennar er seld í Stefánsbúð/ps3. Þau hafa tekið höndum saman og kynna nýjan bol sem þau hafa hannað saman með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri.Hlerunarbúnaður í veggjunum Æska og uppvöxtur Katharine er áhugaverður. Hún ólst upp á þvælingi um Evrópu með fjölskyldu sinni á kaldastríðsárunum. „Það er óhætt að segja að ég hafi verið kaldastríðsbarn. Faðir minn vann fyrir Nató og ég bjó til dæmis í Rúmeníu, Búlgaríu og Svíþjóð. Reglulega var hlerunarbúnaður rifinn úr veggjunum. Þetta voru þannig tímar, við töluðum saman á baðherberginu og létum vatnið renna. Ég var svo send í heimavistarskóla átta ára gömul,“ segir Katharine og segist hafa verið haldin heimþrá og skrifað bréf til foreldra sinna. „Þau bárust foreldrum mínum mánuði seinna og umslagið var límt saman með nokkrum tegundum af límbandi,“ segir hún. „Ég held það sé þess vegna sem mér finnst oft erfitt að deila persónulegum upplýsingum um mig. Mér finnst þessir tímar þar sem allir deila öllu lífi sínu á Facebook varhugaverðir. Mér var innrætt frá æsku að deila engu um persónulegt líf mitt og ég held að ég sé enn svolítið á varðbergi,“ segir Katharine. Það var strax í uppvextinum sem pólitík, tíska og menning runnu saman í huga Katharine. „Mamma og pabbi voru falleg, glæsilegt fólk, og ég fylgdi þeim stundum í veislur. Ég myndi ekki segja að þau hafi verið algjörlega á hægri væng stjórnmálanna en skoðanir þeirra voru markaðar af þessum tíma. Ég mátti ekki einu sinni stunda jóga í skólanum. Þeim fannst það vera of kommúnískt,“ segir Katharine og hlær að minningunni. „Ég hef alltaf lesið dagblöð og fylgst með gangi mála. Allt frá barnæsku. En það var samt ekki fyrr en í námi mínu í Central Saint Martins listaháskólanum árið 1968 að ég vakna til vitundar. Þetta er þegar stúdentaóeirðirnar eru. Ég var í fyrstu pirruð vegna mótmælanna vegna þess að ég vildi bara halda ótrufluð áfram námi mínu, útskrifast og fara að starfa sem fatahönnuður. Ég var óþreyjufull en ég vaknaði til meðvitundar á þessum tíma. Ég fór í uppreisn og reifst statt og stöðugt við föður minn,“ segir Katharine.Katharine í mótmælagöngu í London á síðasta ári.Mynd/Wiktor Szymanowicz / Barcroft ImagesGaggaði eins og hæna Katharine setti á fót eigin fatalínu árið 1979. Fáeinum árum seinna framleiddi hún fyrstu „mótmælaboli“ sína. Á þeim stóð til dæmis stórum stöfum: Choose Life og Education Not Missiles. Þeir urðu gríðarlega vinsælir, félagarnir George Michael og Andrew Ridgeley í Wham! klæddust bolum hennar í einu af myndböndum sínum. „Þegar Margaret Thatcher komst til valda var það hræðilegur tími fyrir Bretland, lýðræðið smaug í gegnum fingur okkar. Á sama tíma var verið að líkja eftir hönnun minni. Ég hugsaði með mér, hvað væri hreinlega hentugt að falsa? Ég ákvað að hanna og framleiða boli með einföldum en sterkum pólitískum, samfélagslegum skilaboðum. Ég vildi sá fræjum í huga fólks og vekja athygli á málefnum sem fengu ekki nægilega athygli.“ En einna vinsælastur varð bolur sem Katharine klæddist þegar henni var boðið að hitta Margaret Thatcher. Á honum stóð: 58% don’t want Pershing. Uppátækið rataði á forsíður dagblaða víða um heim. „Ég ætlaði ekki að fara í þetta tiltekna boð. En svo hugsaði ég málið, ég skyldi klæðast bolnum og ég gæti að minnsta kosti fengið mynd af mér með henni. Svo ég klæddi mig í hann og fór í jakka yfir og klæddist Converse-strigaskóm við. Ég fór ekki úr jakkanum fyrr en stuttu áður. Var ofsalega taugastrekkt en brosti þegar ég tók í höndina á henni. Sjáðu til, allir brosa í stjórnmálum. Sá sem brosir er sigurvegari,“ segir Katharine glettnislega og segist þá hafa verið algjörlega grunlaus um að myndin sem var tekin af henni og Margaret myndi dreifast um heiminn. „En svo sá hún skilaboðin og var brugðið. Gaf frá sér skrýtið hljóð. Hún gaggaði eins og hæna,“ segir Katharine og hlær. „Hún kom svo aftur til að ræða við mig seinna. En þetta var svolítið fyndið, sá eini sem talaði við mig var Jasper Conran. Annars nálgaðist mig enginn. Það vildi heldur enginn standa nálægt mér, í þriggja metra radíus,“ segir Katharine og viðurkennir að taugarnar hafi verið trekktar.Margaret Thatcher hittir Katharine Hamnett árið 1984.Tískan er að drepa okkur Katharine var frá upphafi upptekin af umhverfis- og félagslegum áhrifum tísku og textíliðnaðar. Eftir því sem árin liðu fór hún að beita sér í meiri mæli fyrir siðrænni og umhverfisvænni framleiðsluháttum. Hún tók þá ákvörðun að minnka við sig og takmarka framleiðsluna þar til hægt væri að mæta kröfum hennar. Hún dró sig út úr tískuiðnaðinum og einbeitt sér að aktívisma og pólitík þar til fyrir fáeinum árum að hún fann að tíðarandinn hafði breyst verulega. Það væri aftur kominn tími til að vígbúast í baráttunni. Hún stofnaði aftur fatamerki sitt árið 2017 og framleiðir aftur bæði kven- og herrafatnað og allur fatnaður hennar er framleiddur á sjálfbæran og siðrænan hátt á Ítalíu. „Sannleikurinn er sá að tískan er að drepa okkur og ógnar lífi á jörðinni. Við ferjum nánast einnota fatnað tíu sinnum í kringum jörðina til þess að koma honum í útsölubúðir. Fatnaðurinn endar svo í landfyllingum innan skamms tíma. Textílframleiðsla hefur skaðleg áhrif á umhverfið og eiturefnanotkunin er mjög mikil. Meiri en fólk grunar. Þá fer framleiðsla oft fram í löndum þar sem skortur er á umhverfislöggjöf eða henni er ekki framfylgt.“ Andrew Ridgeley og George Michael úr Wham, 1984Vill reka „moðhausana“ Katharine fylgist vel með stjórnmálum í heimalandinu og hefur mótmælt útgöngu úr Evrópusambandinu. „Það ætti að reka alla þessa stjórnmálamenn sem hafa komið okkur í þessa ömurlegu klípu. Búið til þessa gjá á milli fólks. Það tekur margar kynslóðir að græða sárin. Við munum seint jafna okkur á þessu. Þetta eru moðhausar. Lýðræðið hefur þróast í ranga átt. Við þurfum beinna lýðræði, við þurfum að taka til aðgerða. Leiðtogar eru ömurlegir, við þurfum þá ekki. Ég gerði þannig bol um daginn. Leaders suck! Málið er að heimurinn er að breytast,“ segir hún. „Og vonandi áfram í rétta átt. Það getur nefnilega verið hættulegt að fara í kröfugöngur og kaupa bolinn ef við gerum svo ekkert meira. Það sem hefur úrslitaáhrif er þegar við látum stjórnmálamenn og leiðtoga heimsins finna fyrir því að völd þeirra eru fallvölt. Að það séum í rauninni við sem ráðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Fatahönnuðurinn Katharine Hamnett er róttækur frumkvöðull í tískuheiminum og hefur í marga áratugi barist fyrir betra siðferði og umhverfisvænni framleiðsluháttum. Hún er komin á áttræðisaldur en endurvakti sögufrægt fatamerki sitt fyrir tveimur árum og segist aldrei hafa verið einbeittari í baráttunni. „Ég er bara örvæntingarfull en ég er drifin áfram af ást. Hef aldrei verið sterkari og einbeittari í baráttunni. Við höfum hreinlega klúðrað málunum algjörlega og verðum að gera eitthvað fyrir börnin okkar og barnabörnin. Tíminn sem við höfum til að bjarga málunum, hann er senn á enda,“ segir Katharine sem segir að þótt fólk sé almennt meðvitað þá gangi það ekki nægilega langt í því að hafna framleiðsluháttum sem skaði umhverfið. „Aldamótakynslóðin gerir ráð fyrir því að flestallt sem er framleitt í dag sé sjálfbært. Andskotinn hafi það, það er alls ekki þannig,“ segir Katharine og bætir því við að því miður sé það oft þannig að það sé ógerningur fyrir neytendur að átta sig á því hvort flík sé framleidd með ásættanlegum og sjálfbærum hætti. Hún er enn í London þegar blaðamaður talar við hana. Situr á kaffihúsi með hundinn sinn og veltir því fyrir sér hverju hún eigi að klæðast fyrir Íslandsferðina. Hún vonast til þess að sjá og upplifa íslenska náttúru en er líka spennt þegar hún heyrir að börn mótmæli aðgerðaleysi stjórnvalda og leiðtoga heimsins vegna loftslagsmála. Katharine er stödd hér á landi vegna HönnunarMars en hönnun hennar er seld í Stefánsbúð/ps3. Þau hafa tekið höndum saman og kynna nýjan bol sem þau hafa hannað saman með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri.Hlerunarbúnaður í veggjunum Æska og uppvöxtur Katharine er áhugaverður. Hún ólst upp á þvælingi um Evrópu með fjölskyldu sinni á kaldastríðsárunum. „Það er óhætt að segja að ég hafi verið kaldastríðsbarn. Faðir minn vann fyrir Nató og ég bjó til dæmis í Rúmeníu, Búlgaríu og Svíþjóð. Reglulega var hlerunarbúnaður rifinn úr veggjunum. Þetta voru þannig tímar, við töluðum saman á baðherberginu og létum vatnið renna. Ég var svo send í heimavistarskóla átta ára gömul,“ segir Katharine og segist hafa verið haldin heimþrá og skrifað bréf til foreldra sinna. „Þau bárust foreldrum mínum mánuði seinna og umslagið var límt saman með nokkrum tegundum af límbandi,“ segir hún. „Ég held það sé þess vegna sem mér finnst oft erfitt að deila persónulegum upplýsingum um mig. Mér finnst þessir tímar þar sem allir deila öllu lífi sínu á Facebook varhugaverðir. Mér var innrætt frá æsku að deila engu um persónulegt líf mitt og ég held að ég sé enn svolítið á varðbergi,“ segir Katharine. Það var strax í uppvextinum sem pólitík, tíska og menning runnu saman í huga Katharine. „Mamma og pabbi voru falleg, glæsilegt fólk, og ég fylgdi þeim stundum í veislur. Ég myndi ekki segja að þau hafi verið algjörlega á hægri væng stjórnmálanna en skoðanir þeirra voru markaðar af þessum tíma. Ég mátti ekki einu sinni stunda jóga í skólanum. Þeim fannst það vera of kommúnískt,“ segir Katharine og hlær að minningunni. „Ég hef alltaf lesið dagblöð og fylgst með gangi mála. Allt frá barnæsku. En það var samt ekki fyrr en í námi mínu í Central Saint Martins listaháskólanum árið 1968 að ég vakna til vitundar. Þetta er þegar stúdentaóeirðirnar eru. Ég var í fyrstu pirruð vegna mótmælanna vegna þess að ég vildi bara halda ótrufluð áfram námi mínu, útskrifast og fara að starfa sem fatahönnuður. Ég var óþreyjufull en ég vaknaði til meðvitundar á þessum tíma. Ég fór í uppreisn og reifst statt og stöðugt við föður minn,“ segir Katharine.Katharine í mótmælagöngu í London á síðasta ári.Mynd/Wiktor Szymanowicz / Barcroft ImagesGaggaði eins og hæna Katharine setti á fót eigin fatalínu árið 1979. Fáeinum árum seinna framleiddi hún fyrstu „mótmælaboli“ sína. Á þeim stóð til dæmis stórum stöfum: Choose Life og Education Not Missiles. Þeir urðu gríðarlega vinsælir, félagarnir George Michael og Andrew Ridgeley í Wham! klæddust bolum hennar í einu af myndböndum sínum. „Þegar Margaret Thatcher komst til valda var það hræðilegur tími fyrir Bretland, lýðræðið smaug í gegnum fingur okkar. Á sama tíma var verið að líkja eftir hönnun minni. Ég hugsaði með mér, hvað væri hreinlega hentugt að falsa? Ég ákvað að hanna og framleiða boli með einföldum en sterkum pólitískum, samfélagslegum skilaboðum. Ég vildi sá fræjum í huga fólks og vekja athygli á málefnum sem fengu ekki nægilega athygli.“ En einna vinsælastur varð bolur sem Katharine klæddist þegar henni var boðið að hitta Margaret Thatcher. Á honum stóð: 58% don’t want Pershing. Uppátækið rataði á forsíður dagblaða víða um heim. „Ég ætlaði ekki að fara í þetta tiltekna boð. En svo hugsaði ég málið, ég skyldi klæðast bolnum og ég gæti að minnsta kosti fengið mynd af mér með henni. Svo ég klæddi mig í hann og fór í jakka yfir og klæddist Converse-strigaskóm við. Ég fór ekki úr jakkanum fyrr en stuttu áður. Var ofsalega taugastrekkt en brosti þegar ég tók í höndina á henni. Sjáðu til, allir brosa í stjórnmálum. Sá sem brosir er sigurvegari,“ segir Katharine glettnislega og segist þá hafa verið algjörlega grunlaus um að myndin sem var tekin af henni og Margaret myndi dreifast um heiminn. „En svo sá hún skilaboðin og var brugðið. Gaf frá sér skrýtið hljóð. Hún gaggaði eins og hæna,“ segir Katharine og hlær. „Hún kom svo aftur til að ræða við mig seinna. En þetta var svolítið fyndið, sá eini sem talaði við mig var Jasper Conran. Annars nálgaðist mig enginn. Það vildi heldur enginn standa nálægt mér, í þriggja metra radíus,“ segir Katharine og viðurkennir að taugarnar hafi verið trekktar.Margaret Thatcher hittir Katharine Hamnett árið 1984.Tískan er að drepa okkur Katharine var frá upphafi upptekin af umhverfis- og félagslegum áhrifum tísku og textíliðnaðar. Eftir því sem árin liðu fór hún að beita sér í meiri mæli fyrir siðrænni og umhverfisvænni framleiðsluháttum. Hún tók þá ákvörðun að minnka við sig og takmarka framleiðsluna þar til hægt væri að mæta kröfum hennar. Hún dró sig út úr tískuiðnaðinum og einbeitt sér að aktívisma og pólitík þar til fyrir fáeinum árum að hún fann að tíðarandinn hafði breyst verulega. Það væri aftur kominn tími til að vígbúast í baráttunni. Hún stofnaði aftur fatamerki sitt árið 2017 og framleiðir aftur bæði kven- og herrafatnað og allur fatnaður hennar er framleiddur á sjálfbæran og siðrænan hátt á Ítalíu. „Sannleikurinn er sá að tískan er að drepa okkur og ógnar lífi á jörðinni. Við ferjum nánast einnota fatnað tíu sinnum í kringum jörðina til þess að koma honum í útsölubúðir. Fatnaðurinn endar svo í landfyllingum innan skamms tíma. Textílframleiðsla hefur skaðleg áhrif á umhverfið og eiturefnanotkunin er mjög mikil. Meiri en fólk grunar. Þá fer framleiðsla oft fram í löndum þar sem skortur er á umhverfislöggjöf eða henni er ekki framfylgt.“ Andrew Ridgeley og George Michael úr Wham, 1984Vill reka „moðhausana“ Katharine fylgist vel með stjórnmálum í heimalandinu og hefur mótmælt útgöngu úr Evrópusambandinu. „Það ætti að reka alla þessa stjórnmálamenn sem hafa komið okkur í þessa ömurlegu klípu. Búið til þessa gjá á milli fólks. Það tekur margar kynslóðir að græða sárin. Við munum seint jafna okkur á þessu. Þetta eru moðhausar. Lýðræðið hefur þróast í ranga átt. Við þurfum beinna lýðræði, við þurfum að taka til aðgerða. Leiðtogar eru ömurlegir, við þurfum þá ekki. Ég gerði þannig bol um daginn. Leaders suck! Málið er að heimurinn er að breytast,“ segir hún. „Og vonandi áfram í rétta átt. Það getur nefnilega verið hættulegt að fara í kröfugöngur og kaupa bolinn ef við gerum svo ekkert meira. Það sem hefur úrslitaáhrif er þegar við látum stjórnmálamenn og leiðtoga heimsins finna fyrir því að völd þeirra eru fallvölt. Að það séum í rauninni við sem ráðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira