Erlent

Strætisvagn alelda í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Bílstjóri var einn í vagninum.
Bílstjóri var einn í vagninum. Skjáskot af vef SVT
Sprenging varð og strætisvagn varð alelda við Tegelbacken í miðborg sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms í morgun. Talið er að vagninum hafi verið ekið á hæðarslá við Klaragöngin [Klaratunneln] við Sergels torg og síðar rekist undir í göngunum.

Strætisvagninn var ekki á leið og því mannlaus að frátöldum bílstjóra. Bilstjórinn hefur verið fluttur á sjúkrahús en óljóst er um umfang sára hans.

Á samfélagsmiðlum má sjá hvernig svartan reyk lagði yfir miðborgina.

Strætisvagninn var knúinn gasi og er talið að tankur vagnsins hafi sprungið.

EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×