Lífið

Sigurstranglegt framlag Rússlands í Eurovision frumsýnt

Sylvía Hall skrifar
Sergey Lazarev er vinsæll eftir keppnina árið 2016.
Sergey Lazarev er vinsæll eftir keppnina árið 2016. Vísir/Getty
Sergey Lazarev hefur gefið út framlag Rússa til Eurovision í ár. Rússum er spáð góðu gengi í keppninni og situr í öðru sæti í samantekt um spá veðbanka fyrir keppnina en fyrir lá að Lazarev myndi flytja framlag landsins í keppninni.

Mikil spenna hefur ríkt í kringum lagið og var því líkt og áður sagði spáð góðu gengi löngu áður en lagið sjálft kom út. Lazarev er vinsæll hjá mörgum Eurovision aðdáendum eftir að hafa lent í þriðja sæti í keppninni árið 2016 með lagið „You Are The Only One“.





Lagið sem Lazarev flytur í ár heitir „Scream“ og var samið af Dimitis Kontopoulos, Sharon Vaughn ásamt sinfóníuhljómsveit Moskvu. Lagið má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×