Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf. Skjáskot Íslandsdeild Amnesty International fagnar frumkvæði og framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. Harald Asperlund, fastafulltrúi Íslands, lýsti verulegum áhyggjum af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á mannréttindafrömuðum ekki síst kvennréttindasinnum. Að sögn Amnesty hefur hópur baráttukvenna verið í haldi án ákæru síðan í maí 2018 og a.m.k. tíu af þeim, verið pyndaðar, kynferðislega misnotaðar og sætt annarri illri meðferð.Þá hafa þær jafnframt verið haldið í einangrun og hvorki haft aðgang á lögfræðingum né fjölskyldum sínum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að framganga Íslands sýni að stærð ríkja skipti ekki máli til þess að hafa áhrif í mannréttindaráðinu heldur hugsjónir og þor. „Það hefur verið brotið blað í sögu mannréttindaráðsins, þar sem eitt af hinum stóru voldugu ríkjum hefur nú fengið á sig gagnrýni fyrir þau grófu mannréttindabrot sem þar eru framin. Við vonum að þetta leiði til þess að ríki sem sitja í mannréttindaráðinu veigri sér ekki við að sameinast um gagnrýni á önnur voldug ríki, þar sem er vitað að gróf mannréttindabrot fá að þrífast,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Enn fremur segir Heba Morayef, svæðisstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: „Þetta frumkvæði mannréttindaráðsins býður upp á sjaldgæft tækifæri fyrir ríki til að taka skýra opinbera afstöðu gegn þeim fjölda mannréttindabrota sem stjórnvöld Sádi-Arabíu hefur framið. Ríki sem þegja þunnu hljóði á þessu þýðingarmikla augnabliki senda hættuleg skilaboð til Sádi-Arabíu um að stjórnvöld megi halda áfram að fremja alvarleg mannréttindabrot án þess að vera dregin til ábyrgðar.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International fagnar frumkvæði og framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. Harald Asperlund, fastafulltrúi Íslands, lýsti verulegum áhyggjum af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á mannréttindafrömuðum ekki síst kvennréttindasinnum. Að sögn Amnesty hefur hópur baráttukvenna verið í haldi án ákæru síðan í maí 2018 og a.m.k. tíu af þeim, verið pyndaðar, kynferðislega misnotaðar og sætt annarri illri meðferð.Þá hafa þær jafnframt verið haldið í einangrun og hvorki haft aðgang á lögfræðingum né fjölskyldum sínum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að framganga Íslands sýni að stærð ríkja skipti ekki máli til þess að hafa áhrif í mannréttindaráðinu heldur hugsjónir og þor. „Það hefur verið brotið blað í sögu mannréttindaráðsins, þar sem eitt af hinum stóru voldugu ríkjum hefur nú fengið á sig gagnrýni fyrir þau grófu mannréttindabrot sem þar eru framin. Við vonum að þetta leiði til þess að ríki sem sitja í mannréttindaráðinu veigri sér ekki við að sameinast um gagnrýni á önnur voldug ríki, þar sem er vitað að gróf mannréttindabrot fá að þrífast,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Enn fremur segir Heba Morayef, svæðisstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: „Þetta frumkvæði mannréttindaráðsins býður upp á sjaldgæft tækifæri fyrir ríki til að taka skýra opinbera afstöðu gegn þeim fjölda mannréttindabrota sem stjórnvöld Sádi-Arabíu hefur framið. Ríki sem þegja þunnu hljóði á þessu þýðingarmikla augnabliki senda hættuleg skilaboð til Sádi-Arabíu um að stjórnvöld megi halda áfram að fremja alvarleg mannréttindabrot án þess að vera dregin til ábyrgðar.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00