Lengi sagt við konur að þær þurfi bara að mennta sig Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 16:30 Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun. Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun.
Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06