Önnur lægð á leiðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 07:31 Næsta lægð er heldur grynnri en sú sem gengur nú yfir landið. Vísir/Hanna Djúpa lægðin sem olli ofsaveðri í gær er enn skammt suður af landinu og á leiðinni suðaustur á bóginn. Lægir í kvöld en svo er von á annarri lægð, þó heldur grynnri. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Þær gilda fram undir hádegi á Suður-, Suðausturlandi og Breiðafirði en fram eftir degi og inn í kvöldið á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Verulega hefur dregið úr vindi síðan í gær, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en vegna lægðarinnar ríkir hvöss norðaustanátt í morgunsárið og sums staðar stormur eða rok. Víða verður snjókoma eða slydda fyrir norðan og austan og rigning við sjávarsíðuna, annars þurrt að kalla, en dregur síðan smám saman úr vindi og úrkomu. Eftir miðnætti verður áðurnefnd lægð svo úr sögunni og lægir þá víðast hvar og rofar til. Íslendingar eiga þó von á annarri lægð, þó ekki jafn ofsafenginni og þeirri sem nú gengur yfir landið. „Önnur lægð, heldur grynnri, er í farvatninu og fer hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Lægðin veldur því að snýst í austan- og suðaustankalda með slyddu eða rigningu sunnan og austan til á morgun. Hægari vindar fyrir norðan og austan og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Vegir á Suðurlandi enn þá lokaðir Vegurinn milli Jökulsárlóns og Lómagnúps var enn lokaður skömmu eftir klukkan sjö í morgun og sömu sögu var að segja um veginn milli Hvolsvallar og Víkur, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Vopnafjarðarheiði. Þá er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Annars er greiðfært á flestum stöðum á landinu en víða er hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Austan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum S- og V-lands, hvassast við ströndina, annars skýjað en él austast. Hiti 0 til 4 stig S-til, en annars kringum frostmark. Á fimmtudag:Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á V-landi, rigning með S-ströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost NA-til. Á föstudag:Austlægar áttir og slydda eða rigning syðst, en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum á víð og dreif og fremur svalt veður. Á mánudag:Líklega vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt fyrir norðan. Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Djúpa lægðin sem olli ofsaveðri í gær er enn skammt suður af landinu og á leiðinni suðaustur á bóginn. Lægir í kvöld en svo er von á annarri lægð, þó heldur grynnri. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Þær gilda fram undir hádegi á Suður-, Suðausturlandi og Breiðafirði en fram eftir degi og inn í kvöldið á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Verulega hefur dregið úr vindi síðan í gær, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en vegna lægðarinnar ríkir hvöss norðaustanátt í morgunsárið og sums staðar stormur eða rok. Víða verður snjókoma eða slydda fyrir norðan og austan og rigning við sjávarsíðuna, annars þurrt að kalla, en dregur síðan smám saman úr vindi og úrkomu. Eftir miðnætti verður áðurnefnd lægð svo úr sögunni og lægir þá víðast hvar og rofar til. Íslendingar eiga þó von á annarri lægð, þó ekki jafn ofsafenginni og þeirri sem nú gengur yfir landið. „Önnur lægð, heldur grynnri, er í farvatninu og fer hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Lægðin veldur því að snýst í austan- og suðaustankalda með slyddu eða rigningu sunnan og austan til á morgun. Hægari vindar fyrir norðan og austan og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Vegir á Suðurlandi enn þá lokaðir Vegurinn milli Jökulsárlóns og Lómagnúps var enn lokaður skömmu eftir klukkan sjö í morgun og sömu sögu var að segja um veginn milli Hvolsvallar og Víkur, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Vopnafjarðarheiði. Þá er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Annars er greiðfært á flestum stöðum á landinu en víða er hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Austan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum S- og V-lands, hvassast við ströndina, annars skýjað en él austast. Hiti 0 til 4 stig S-til, en annars kringum frostmark. Á fimmtudag:Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á V-landi, rigning með S-ströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost NA-til. Á föstudag:Austlægar áttir og slydda eða rigning syðst, en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum á víð og dreif og fremur svalt veður. Á mánudag:Líklega vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt fyrir norðan.
Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira