Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 07:40 Frá aðstæðum á vettvangi. landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12