Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 07:40 Frá aðstæðum á vettvangi. landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12