Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 16:18 Teikning af Manafort í dómsal. Vísir/AP Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28