Endurbætur og endurgerð Hjálmar Sveinsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar