Þrjú mörk og stoðsending frá Giroud í stórsigri 14. mars 2019 19:45 vísir/getty Oliver Giroud skoraði þrjú mörk er Chelsea rúllaði yfir Dynamo Kiev, 5-0, í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Samanlagt 8-0 sigur Lundúnarliðsins. Það voru ekki liðnar fimm mínútur er fyrsta markið kom en það gerði Frakkinn Oliver Giroud. Hann bætti við öðru marki á 33. mínútu og Marcos Alonso skoraði þriðja mark Chelsea á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.Olivier Giroud is the first Chelsea player to score a hat-trick away from home in European competition since Didier Drogba in September 2006. The Target Men. pic.twitter.com/UEbGYVQ0NZ — Coral (@Coral) March 14, 2019 Chelsea-menn voru ekki hættir í síðari hálfleiks. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik fullkomnaði Giroud þrennuna eftir stoðsendingu frá Brasilíumanninum Willian. Callum Hudson-Odoi hafði verið afar sprækur í leiknum og lagði meðal annars upp þriðja mark Chelsea. Hann skoraði fimmta og síðasta mark Chelsea eftir sendingu frá títtnefndum Giroud. Lokatölur 5-0 sigur Chelsea í Kænugarði og þeir eru komnir í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Dregið verður á morgun í næstu umferð.Callum Hudson-Odoi has now been directly involved in a goal every 64 minutes for Chelsea this season. Baller. — bet365 (@bet365) March 14, 2019 Evrópudeild UEFA
Oliver Giroud skoraði þrjú mörk er Chelsea rúllaði yfir Dynamo Kiev, 5-0, í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Samanlagt 8-0 sigur Lundúnarliðsins. Það voru ekki liðnar fimm mínútur er fyrsta markið kom en það gerði Frakkinn Oliver Giroud. Hann bætti við öðru marki á 33. mínútu og Marcos Alonso skoraði þriðja mark Chelsea á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.Olivier Giroud is the first Chelsea player to score a hat-trick away from home in European competition since Didier Drogba in September 2006. The Target Men. pic.twitter.com/UEbGYVQ0NZ — Coral (@Coral) March 14, 2019 Chelsea-menn voru ekki hættir í síðari hálfleiks. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik fullkomnaði Giroud þrennuna eftir stoðsendingu frá Brasilíumanninum Willian. Callum Hudson-Odoi hafði verið afar sprækur í leiknum og lagði meðal annars upp þriðja mark Chelsea. Hann skoraði fimmta og síðasta mark Chelsea eftir sendingu frá títtnefndum Giroud. Lokatölur 5-0 sigur Chelsea í Kænugarði og þeir eru komnir í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Dregið verður á morgun í næstu umferð.Callum Hudson-Odoi has now been directly involved in a goal every 64 minutes for Chelsea this season. Baller. — bet365 (@bet365) March 14, 2019
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti