Atburðarás dagsins: Frá Stjórnarráðinu til Bessastaða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður tímabundið ráðherra fjögurra málaflokka eftir að hún tók við dómsmálaráðuneytinu á Bessastöðum síðdegis. Fráfarandi dómsmálaráðherra segir mannréttindadómstólinn hafa sætt gagnrýni frá ýmsum ríkjum fyrir framsækna lagatúlkun. Líkt og kunnugt er sagði Sigríður Á Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í gær í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu klukkan níu í morgun og stóð fundurinn í tæpar þrjár klukkustundir. Ráðherraskipan var ekki til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundinum í morgun en staða Landsréttar rædd lítillega. Að ríkisstjórnarfundi loknum sagðist Sigríður skilja sátt með sín störf í dómsmálaráðuneytinu, hún muni áfram gegna þingstörfum að heilum hug en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða þingnefndum hún mun taka sæti. Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram klukkan hálf þrjú og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við fjölmiðla á Alþingi að honum loknum. Þar upplýsti Bjarni að Þórdís Kolbrún muni tímabundið taka við hlutverki dómsmálaráðherra, Samhliða mun Þórdís áfram gegna embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þar til ráðrúm hefur gefist til að finna út úr því hver taki við dómsmálaráðuneytinu. Ráðherrar mættu svo einn af öðrum til Bessastaða þar sem ríkisráðsfundur hófst klukkan fjögur. Gert var hlé á ríkisráðsfundi og vék Sigríður af fundinum eftir að hafa fengið lausn frá embætti. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður tímabundið ráðherra fjögurra málaflokka eftir að hún tók við dómsmálaráðuneytinu á Bessastöðum síðdegis. Fráfarandi dómsmálaráðherra segir mannréttindadómstólinn hafa sætt gagnrýni frá ýmsum ríkjum fyrir framsækna lagatúlkun. Líkt og kunnugt er sagði Sigríður Á Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í gær í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu klukkan níu í morgun og stóð fundurinn í tæpar þrjár klukkustundir. Ráðherraskipan var ekki til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundinum í morgun en staða Landsréttar rædd lítillega. Að ríkisstjórnarfundi loknum sagðist Sigríður skilja sátt með sín störf í dómsmálaráðuneytinu, hún muni áfram gegna þingstörfum að heilum hug en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða þingnefndum hún mun taka sæti. Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram klukkan hálf þrjú og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við fjölmiðla á Alþingi að honum loknum. Þar upplýsti Bjarni að Þórdís Kolbrún muni tímabundið taka við hlutverki dómsmálaráðherra, Samhliða mun Þórdís áfram gegna embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þar til ráðrúm hefur gefist til að finna út úr því hver taki við dómsmálaráðuneytinu. Ráðherrar mættu svo einn af öðrum til Bessastaða þar sem ríkisráðsfundur hófst klukkan fjögur. Gert var hlé á ríkisráðsfundi og vék Sigríður af fundinum eftir að hafa fengið lausn frá embætti.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37