Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 15. mars 2019 09:00 Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30
Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00
Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15
Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30
Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55