Framkvæmdastjóri Kadeco verið á framlengingu í tvö ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Eitt meginhlutverk Kadeco var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Fréttablaðið/Heiða Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“ Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira