Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Landsréttur. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira