Innlent

Hættustigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli vegna kennsluvélar

Birgir Olgeirsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri.
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm
Hættustigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna kennsluvélar sem lenti í vandræðum á flugi. Neyðarkall barst frá vélinni klukkan 12:56 um að ekki næðist fullt afl í vélina fyrir lendingu.

Tveir voru um borð í vélinni og var ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Reykjavíkurflugvelli með grænum litakóða sem miðast við ef færri en tíu eru um borð í vél sem lendir í vandræðum.

Fimm mínútum eftir að hættustiginu var lýst yfir lenti vélin vandkvæðalaust á Reykjavíkurflugvelli og hættustiginu aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×