Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 12:45 Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00